Döðludöðludöðl…..

Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið….en hér er fljótleg og góð og nokkuð holl nammiuppskrift. Sagði einhver Snickers? Ekki ég! Döðlur, hnetusmjör, pekanhnetur, dökkt súkkulaði, kókos. Myndirnar kannski segja það sem segja þarf, en hér koma nokkur orð: Skera í döðlurnar (pláss fyrir hnetusmjörið;). Klína hnetusmjöri inní og troða svo pekanhnetu með….

“Pasteli” með smá tvisti

Pasteli í alls kyns útfærslum fæst í næstum hverri  verslun á Grikklandi. Upprunalega útgáfan mun vera eingöngu með sesamfræjum og er mörg þúsund ára gömul. Hunang og sykur er yfirleitt uppistaðan og síðan er bætt við fræjum, hnetum eða því sem vill. Það detta vanalega nokkrar stangir af þessu góðgæti í pokann minn þegar ég…

Besta granóla í heimi

Alvöru granóla sem maður gerir sjálfur er einhvern veginn margfalt betra en það sem maður kaupir úti í búð. Það finnst mér allavega. Það er misjafnt hvað ég nota í það – blanda saman ýmsum gerðum af hnetum og þurrkuðum ávöxtum, grófu haframjöli og fræjum. Ég byrja á hnetunum… 50 ml ólívuolía 100 gr hrásykur…