Rauðvínsrisotto með döðlum og möndlum & hægeldaðir lambaskankar

Það var nú ekki á planinu að setja inn uppskrift, en þetta var bara of gott… Þetta byrjaði allt í gær þegar ég hoppaði inn í Kjöthöllina með ekkert plan, þegar ég hitti fyrir fjóra fagra lambaskanka sem laumuðu sér með mér heim. Ég var nokkuð viss að rauðvín myndi koma við sögu, en annars…

Sítrónu/ hvítlauks/spínat risotto og lax lax lax…….

Þetta hófst allt á risottinu – og marineringunni fyrir laxinn – auðvitað. Rúmar 25 mínútur frá upphafi til enda eldamennsku – smá uppvask, en ekkert óviðráðanlegt. Safi úr 1 lime, væn sletta af góðri ólífuolíu, salt, hvítur pipar og malað chilli. Vænar smjörklípur yfir hvern bita og inn í ofn – 200-220 gráður og haldið…

Fennel, sítrónu og vatnakarsa risotto með túnfisksteik

Þessi varð til hérna í gærkvöldi. Túnfiskinn steikti ég vel heitri pönnu úr blöndu af ólívuolíu og smjöri. Kryddaði hann með salti, hvítum pipar og paprikudufti. Aðalatriðið er að hann sé algjörlega afþiðinn þegar hann er steiktur og að pannan sé vel heit til að það náist góð skorpa. Eins er gott að þerra hann…

Panna cotta, risotto”boltar”,quiche, súpur og bara ýmislegt….

Ég hef óskaplega lítið náð að setja nokkuð inn hér uppá síðkastið sökum anna í eldhúsinu. Kjötsúpan naut mikilla vinsælda í Eymundsson á laugardaginn og ég fór beint úr kjötsúpugerðinni í gúllassúpu sem ég hafði lofað í veislu og skilst að hafi bara runnið ljúflega niður:) Einhvers staðar voru svo makkarónur í veislum sem ég…

Humar-risotto með grænu chilli og sykurbaunum

300 gr aboriogrjón 50 gr ósaltað smjör 2 sellerístilkar 1 grænn chilli 2 shallotlaukar 100 gr sykurbaunir 1 kg humar ( frosinn – verður eitthvað minna þegar afþiðinn…) Ferskur parmesan Maldonsalt Hvítur nýmalaður pipar 1 – 1,2 lítrar soð ( var bæði með kjúklingasoð og humarsoðið, notaði svona 1/2 líter af hvoru ) Það er…

Risotto með pancetta og sveppum

2 stórir shallotlaukar 200 gr pancetta 250 gr sveppir 300 gr aborio grjón 1 – 1,2 Lítrar gott kjúklingasoð 200 ml hvítvín 100 gr sykurbaunir Svartur pipar Hvítur pipar Maldonsalt Smjör 50 – 100 gr Parmesan Skar pancettað ( eða segir maður pancettuna? Æ…þið vitið hvað ég á við!! Getið líka notað beikon ef þið…

Risotto með lerkisveppum og beikoni

Hér kemur uppskrift að ótrúlega góðu risottoi – með íslenskum, nýtíndum lerkisveppum. Er reyndar ekki búin að ná að fara í sveppatínslu…en ég fékk þess á Lækjartorgi hjá honum Ara sem er með græmetissöluna þar. Ótrúlega þægilegt að geta brugðið sér í sveppatínslu og berjamó á Lækjartorgi! Þurrkuðu sveppina átti ég svo síðan í fyrra….