Á öðrum degi kalkúns…. Það verður enginn þriðji dagur. Nema hjá syninum sem fær restina með sér í nesti… Það er örbylgjuofn í skólanum og hann er alveg að ná því hvernig hann virkar. Við erum ekki með svoleiðis, þannig að hann hefur þurft að læra af mistökum sínum. Eins og þegar hann hitaði hamborgarann…
Tag: rjómalagað spínat
Kalkúnninn sem mætti of snemma í boðið
Var úti í búð á fimmtudaginn og greip með einn kalkún úr frystinum. Leitaði vel og lengi af þeim minnsta-3-4 kg stóð á pokanum. Hinir voru 6-7 kg og ég er ekki með það stóra fjölskyldu! Hann afþiðnaði svo hér í rólegheitunum og allir biðu spenntir eftir þakkargjörðarhátíðinni….sem er víst ekki fyrr en í næstu…