Allt í einu fati nema hrísgrjónin = minna uppvask=> hægt að fara fljótt aftur út í góða veðrið. Algjörlega win win…..örfá hráefni sem þarf og spurning um þriðja göngutúrinn í dag? Tvær meðalstórar sætar kartöflur, tveir litlir sætir laukar og einn heill hvítlaukur. Skera, sletta ólífuolíu, vatni og salti og inn í ofn. 220-250 gráður…
Tag: sætar kartöflur
Indverskt grænmetiskarrí að hætti hússins – tilvalið fyrir “veðurteppta” sem nenna ekki út í búð….
Kannski ekki fallegasti réttur sem ég hef eldað, en á köldu og hryssingslegu vetrarkvöldi gerði hann sitt gagn. Hann varð eiginlega til fyrr í dag og fékk því að malla drjúga stund. Veðrið var ekkert að kalla mig út og ég hafði nóg fyrir stafni hér heima við. Engin búðarferð nauðsynleg og enginn að kvarta….
Einmana sæt kartafla sem lenti í potti með öðru góðu grænmeti og breyttist í pottrétt
Upphafið að þessum rétti (því sem lenti í pottinum í kvöld það er að segja!) var hið gífurlega magn af bankabyggi sem ég sauð í gær. Alls ekki óvart samt – var bara ekki búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera við það. Þetta varð niðurstaðan (það er samt mun meira bygg eftir í…
BBQ langa og pistasíu-sætar kartöflur
Það var töluvert eftir af sætu kartöflumúsinni síðan í gær og eins af sósunni góðu sem fór á rifin. Skrapp í fiskbúð á leiðinni heim og kippti með löngu, þrátt fyrir að það hljómi alltaf í hausnum á mér að “kaupa ekki fisk á mánudögum”. Það er kannski í góðu lagi og nokkurn veginn sama…
Ein alveg voðalega sæt lítil kartafla….
…sem varð að brauði…. Það var ein, einmana sæt kartafla hérna í skúffunni hjá mér. Lá þarna algjörlega alein og yfirgefin. Ákvað að leika mér aðeins með hana og athuga hvort hún yrði ekki að góðu brauði. Reif hana niður og fór svo að finna eitt og annað úr skápunum… 200 gr hveiti 100 gr…
“Spicy” svínakótilettur með sætu rótargrænmeti
“Spicy” svínakótilettur… 6 kótilettur – var með 1,4 kíló – á beini Skar af þeim mestu fituna – má alveg vera eitthvað eftir samt. “Marineringin” Safi úr einni appelsínu 1 msk ferskur timían – eða 1 tsk þurrkaður 2 tsk maldonsalt 1 tsk cayenne pipar 1 tsk sætt paprikuduft (Sonnentor) 1 tsk kanill 1 tsk…
Rósmarín kjúklingur með sætum kartöflum og tzatziki
Þar sem ég sá fram á að vera í seinna lagi heim í matarundirbúninginn, þá ákvað ég að “forvinna” hann aðeins fyrr um daginn þannig að það eina sem ég þurfti að gera þegar ég kom heim var að stinga honum í ofninn. Þetta má þess vegna gera kvöldið áður og þurfa þá ekkert að…