Afsakið en það er 15 mínútna seinkun á flugvélinni….

Hér á flugvellinum í Seattle er 15 mínútna seinkun á vélinni til San Fransisco. Það var beðist afsökunar og svo var efnt til leiks. Sá sem var með elsta penníið vann verðlaun – ókeypis bíómynd eða áfengan drykk í flugvélinni. VIð unnum ekki…einhver var með penní frá 1946. Bömmer.

The Crab Pot og Inn At The Market

Fengum fullt af skelfisk “á borðið”. Fengum líka “hamar” til að opna krabbann. Mjög brútalt – og ekki fyrir pjattaða. Duttum þarna inn óvart. Leit ekkert svakalega líflega út að utan – en var alveg troðið inni og staðurinn var mjög stór. Maturinn var ágætur – hráefnið ferskt og gott…og bara svona eins og það…

Meira Piroshky, smá Space needle og fullt af tónlist…

Sofnuðum aðeins of snemma í gærkvöldi…sem þýddi að það var vaknað aðeins of snemma í morgun. Ég get staðfest það, að á sunnudagsmorgni í Seattle eru ekki margir á ferð snemma að morgni – aðallega eru það útigangsmenn og svo einstaka skokkarar. Klukkan 8.00 var ég sem sé komin á Piroshky og 8.05 á Starbucks…

Piroshky og chowder

Í gærmorgun náði ég mér í morgunmat hér Þetta er pínulítill staður – og það var biðröð. Ekki löng – kannski 2 mínútur, enda gekk afgreiðslan hratt fyrir sig. Þarna var einn maður á fullu að skera deig og henda inn í ofn til að anna eftirspurn, á meðan tvær konur afgreiddu svanga viðskiptavini. Pantaði…

Sleepless in Seattle….Pike place market….

Kom til Seattle í gær…klukkan var 17.30 hér og 7 timum meira – eða um 00.30 heima. Síðasta nótt var því dálítið “sleepless” og það má segja að ég sé ekki alveg lent… Vaknaði á tveggja tíma fresti í alla nótt og fór á endanum framúr um 7 leytið…leið eins og ég hefði sofið af…