Hér á flugvellinum í Seattle er 15 mínútna seinkun á vélinni til San Fransisco. Það var beðist afsökunar og svo var efnt til leiks. Sá sem var með elsta penníið vann verðlaun – ókeypis bíómynd eða áfengan drykk í flugvélinni. VIð unnum ekki…einhver var með penní frá 1946. Bömmer.
Tag: Seattle
The Crab Pot og Inn At The Market
Fengum fullt af skelfisk “á borðið”. Fengum líka “hamar” til að opna krabbann. Mjög brútalt – og ekki fyrir pjattaða. Duttum þarna inn óvart. Leit ekkert svakalega líflega út að utan – en var alveg troðið inni og staðurinn var mjög stór. Maturinn var ágætur – hráefnið ferskt og gott…og bara svona eins og það…
Meira Piroshky, smá Space needle og fullt af tónlist…
Sofnuðum aðeins of snemma í gærkvöldi…sem þýddi að það var vaknað aðeins of snemma í morgun. Ég get staðfest það, að á sunnudagsmorgni í Seattle eru ekki margir á ferð snemma að morgni – aðallega eru það útigangsmenn og svo einstaka skokkarar. Klukkan 8.00 var ég sem sé komin á Piroshky og 8.05 á Starbucks…
Piroshky og chowder
Í gærmorgun náði ég mér í morgunmat hér Þetta er pínulítill staður – og það var biðröð. Ekki löng – kannski 2 mínútur, enda gekk afgreiðslan hratt fyrir sig. Þarna var einn maður á fullu að skera deig og henda inn í ofn til að anna eftirspurn, á meðan tvær konur afgreiddu svanga viðskiptavini. Pantaði…
Sleepless in Seattle….Pike place market….
Kom til Seattle í gær…klukkan var 17.30 hér og 7 timum meira – eða um 00.30 heima. Síðasta nótt var því dálítið “sleepless” og það má segja að ég sé ekki alveg lent… Vaknaði á tveggja tíma fresti í alla nótt og fór á endanum framúr um 7 leytið…leið eins og ég hefði sofið af…