Silungabollur “surprise”!!

Ég velti því fyrir mér hvað ég ætti að kalla þennan rétt og hvernig ég ætti að útskýra það fyrir fjölskyldunni að það væri silungur í matinn AFTUR! Enn einn daginn! Ekki það, að þeim finnst silungur líka góður þannig að þetta var svo sem ekki mikið vandamál;) Ég var eitthvað að renna yfir bloggfærslurnar…

Meiri silungur – nú með wasabi-kartöflusalati með kapers….

Já. Ég veit. Silungur. Hann er dálítið oft í matinn hjá mér á þessum árstíma. Það mætti stundum halda að ég væri alltaf að veiða….en nei….mér finnst hann bara svo góður. Bestur finnst mér hann einfaldlega steikur úr smjöri, saltaður og pipraður með þurristuðum möndluflögum yfir. Og svo er ég oft með nýuppteknar kartöflur í…

Kryddjurtamurta og ofnsteiktar andakartöflur

Ég náði mér í þessa frábæru murtu í dag. Já – ég veit – það er dálítið oft murta í matinn. Eða silungur. Enda alveg ótrúlega góður matur – finnst mér allavega. Ég ákvað að hafa hana heila í þetta sinn, frekar en flakaða. Hreinsaði fiskinn vel og saltaði hann að innan með dálitlu sjávarsalti…

Spriklandi murta og nýuppteknar sítrónukartöflur

Er nokkuð betra en nýveidd Þingvallamurta og nýuppteknar kartöflur?? Mér finnst best að steikja murtuna bara úr smá smjöri og salta svo með örlitlu maldonsalti. Steikji hana bara á annarri hliðinni ( roðmegin ), skelli svo lokinu yfir og bíð þar til hún er fullelduð. Set hana síðan á fat með smá salati undir….og helli…

Salat dagsins með reyktum silungi, eggjum og léttsteiktu brokkolí

Henti í þetta einfalda en góða salat áðan. Einhvern veginn bíður svona veður ekki uppá það að standa löngum stundum í eldhúsinu og svo er frekar tómlegt í ísskápnum ennþá. Nældi mér samt í þetta góða salat og nýupptekna brokkolí áðan, þannig að ég vissi að það yrði eitthvað til úr því. Léttsteikti brokkolíið bara…