Kanntu böku að baka? Já það kann ég…

Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…

Spaghetti með brúnuðu salvíusmjöri og ofnbökuðum tómötum

Þetta þarf ekki að vera flókið….. Fersk salvía… …sem ég er svo heppin að eiga hér í garðinum hjá mér… Smjöri skellt á pönnuna og því leyft að brúnast aðeins áður en salvíunni er bætt útí… Ég nota reyndar alltaf ósaltað smjör, þannig að ögn af sjávarsalti útí líka… …slökkt undir pönnunni þegar salvían er…

Sítrónukjúklingur með tagliatelle

Þetta er ótrúlega góður réttur og einfaldur – en það er ekki hægt að segja að hann sé mjög hollur…. 4 kjúklingabringur safi úr 2 sítrónum hellingur af smjöri….ég meina hellingur…. smá ólívuolía svartur malaður pipar maldon salt ( ef þarf ) Tagliatelle Safinn úr sítrónunum kreistur yfir kjúklingabringurnar og þetta látið liggja í 15-20…