Þessar urðu til hérna í gærkvöldi.Þær hefðu algjörlega smellpassað á dúkkustellið mitt ef ég vissi hvar það væri. Gerði frekar fáar og þær voru alveg pínulitlar. Kartöflurnar eru líka algjörar míní-kartöflur, þannig að þetta tók allt frekar stuttan tíma. Var frekar sein að byrja að elda, þannig að þetta varð niðurstaðan. Hafði ætlað að gera…
Tag: sólþurrkaðir tómatar
Tagliatelle með pistasíupestói og kjúklingabringum að hætti hússins
Þetta varð til hérna áðan. Gæti ekki verið einfaldara…eða betra. Í réttinn fór: 100 gr klettasalat 50 gr pistasíur safi úr 1/2 sítrónu sjávarsalt 1 stórt hvítlauksrif jómfrúarolía (svona…50-100 ml) 3 kjúklingabringur safi úr 1/2 sítrónu hveiti (4-5 msk) sjávarsalt hvítur pipar hvítlauksduft oregano jómfrúarolía smjör Sólþurrkaðir tómatar Já…og pasta…. Ristaði pistasíurnar á þurri pönnu….
Steinseljupestó með sólþurrkuðum tómötum
Ég er búin að uppgötva að ég nota alveg ofboðslega mikið af steinselju. Mér finnst hún góð – sérstaklega flöt steinselja. Og svo er hún alveg svakalega holl. Góð fyrir hjartað, kólesterólið, ónæmiskerfið, bólgueyðandi, stútfull af andoxunarefnum, K-vítamíni, C-vítamíni, A-vítamíni…. Listinn er langur. En ef mér þætti hún ekki líka góð, held ég að öll…
Eggjakaka með spínati, reyktum silung og kryddjurtum
Ég fór áðan og náði í helling af grænmeti – spínat, kryddjurtir, vatnakarsa… Ég á eiginlega alltaf egg og yfirleitt silung…..og þegar við bættist svona gott grænmeti, þá var ekki spurning hvað ég vildi í kvöldmatinn. Það má líka gera góða bökuskel og nota þetta sem fyllingu… Eggjakaka með spínati, silung og kryddjurtum…… 5 stór…
Fiskur dagsins er lúða….
Ég var með stórlúðu í gærkvöldi. Með henni hafði ég brún hrísgrjón með helling af grænmeti og sósu með sólþurrkuðum tómötum. Það er best að byrja fyrst á hrísgrjónunum. Þau taka amk 30-40 mín. Notaði brún stuttkorna hrísgrjón – fást í heilsuhillunum. Ég skar niður…. 1 lauk-smátt 1 stilk af sellerí-smátt 2 gulrætur-frekar smátt Grænmetið…