Heimsins latasta pasta – tilbúið á innan við korteri

Þessi “uppskrift” er stutt og laggóð en dúndur góð. Soðið spaghetti, klettasalat, tómatar, parmesan og góð krukka af grænu pestói. Smá sletta af ólífuolíu ef pestóið er mjög þykkt. Tekur innan við korter að hafa allt til frá upphafi til enda og bara einn pottur sem þarf að þvo upp á eftir.  Voila! Verði ykkur…

Ætli ég sé lúði af því ég elska lúðu?

Æ…ég var búin að lofa að segja ykkur frá polentu… Má ég ekki gera það á morgun bara? Eða hinn? Allavega fljótlega. Það varð nefnilega gaslaust hérna rétt undir lok eldamennsku og ég er ekki með kaffibollann minn mér við hönd. Gæti reynt að baka vatn, en ég held að það tæki of langan tíma……

Spaghetti með svartkáli og hörpuskel

Einfaldur en góður pastaréttur. Svartkál og hörpuskel í aðalhlutverki. Skar svartkálið af stilkunum og síðan í ræmur… Hörpuskelina marineraði ég í blöndu af jómfrúarolíu, sítrónu, timían, steinselju, sjávarsalti, svörtum pipar og hvítlauk sem ég skar í mjög þunnar sneiðar. Lét hörpuskelina liggja þar í rólegheitum í 20-25 mínútur, rétt meðan ég skar grænkálið og sauð…

Spaghetti með brúnuðu salvíusmjöri og ofnbökuðum tómötum

Þetta þarf ekki að vera flókið….. Fersk salvía… …sem ég er svo heppin að eiga hér í garðinum hjá mér… Smjöri skellt á pönnuna og því leyft að brúnast aðeins áður en salvíunni er bætt útí… Ég nota reyndar alltaf ósaltað smjör, þannig að ögn af sjávarsalti útí líka… …slökkt undir pönnunni þegar salvían er…

Spaghetti með fljótlegri “tómatsósu” og túnfisk

Mjög fljótlegt – sérstaklega þegar lítið er til í ísskápnum og maður nenni ekki út í búð! Átti reyndar 1 túnfisksteik í frystinum sem ég hafði með – en ein og sér hefði hún ekki dugað sem kvöldmatur fyrir fjölskylduna… Sósan hefði svo sem verið ágæt bara ein og sér með pastanu, eða bara með…