Kanntu böku að baka? Já það kann ég…

Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…

“Allir fá að ráða sínu “florentine”

Spínat lék sem sé lykilhlutverk í eldmennsku kvöldsins – eins og í gær reyndar. Þar sem 2/3 hlutar fjölskyldumanna vildu “ekki lax” og 1/3 vildi lax….aftur…og kartöflur…varð þetta niðurstaðan – þessi færsla snýst þó aðallega um sósuna, sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Og allir verða ferlega sterkir á eftir. Hellingur af spínati…

Sítrónu/ hvítlauks/spínat risotto og lax lax lax…….

Þetta hófst allt á risottinu – og marineringunni fyrir laxinn – auðvitað. Rúmar 25 mínútur frá upphafi til enda eldamennsku – smá uppvask, en ekkert óviðráðanlegt. Safi úr 1 lime, væn sletta af góðri ólífuolíu, salt, hvítur pipar og malað chilli. Vænar smjörklípur yfir hvern bita og inn í ofn – 200-220 gráður og haldið…

Tómatar/paprika og pasta án plans en með parmesan

Þetta einfalda en góða pasta tekur smátíma en samt ekki. Undirbúningurinn tekur enga stund, þetta eldar sig að mestu sjálft en það er ágætt að byrja að huga að matnum sirka 2-3 tímum áður en hann á að verða tilbúinn. Það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt á meðan. Það þarf sem sé lítið að…

Pylsurnar hennar Lindu með alls kyns gúmmelaði og tónlistarívafi

Þetta eru pylsurnar hennar Lindu, sem var eiginkona Pauls Bítils. McCartney fjölskyldan hefur verið styrkt dyggilega af fjölskyldumeðlimum gegnum tíðina, að undanskilinni dótturinni henni Stellu af einhverjum ástæðum. Prófaði þær fyrir nokkru síðan og hef reynt að eiga 1-2 pakka í frystinum fyrir “nenna ekki í búðina” daga. Eða þegar allir koma svangir heim og…

Þorskur í einum grænum….

…grænu karríi sem sé…. Fer algjörlega í flokkinn “einföldustu fiskréttir í heimi” Einfalt að eiga flest allt til og stökkva svo við í fiskbúð á heimleið. 2 laukar – smátt saxaðir 1 kg þorskur 1 poki grænt karrí (sjá mynd-eða hvaða græna karrí sem er í raun!) 1 dós kókosmjólk Slatti af spínati…(tvær lúkur eða…

Halloumi með stökkri salvíu

Spínat, tómatar, salvía, halloumi…smá smjör, smá ólifuolía…sítróna… Væn smjörklípa á vel heita pönnu ásamt nokkrum blöðum af salvíu… Þegar salvían er orðin stökk, er hún tekin af og ögn af ólíuolíu bætt á pönnuna. Helst sítrónuolíu ef þið eigið hana, annars góða ólífuolíu – og það er líka gott að kreista  safa úr ferskri sítrónu…

Miðvikudags Mojito

Flestir grænir drykkir finnst mér “of grænir”, en þessi er alveg að virka… Passlega “grænn” og ferlega ferskur. Kvölds og morgna og hvenær sem er. Myndir segja meira en mörg orð þannig að hér er mynd…. Eplin skræld og skorin-eitt grænt og eitt rautt. Vínber rifin af og fleygt í blenderinn ásamt spínatinu. Myntan rifin…

Níu egg

Þetta var kannski ekki merkilegt. En alveg merkilega gott samt. Ég nennti engri svakalegri eldamennsku og alls ekki út í búð. Þaðan af síður að reyna að hugsa upp einhvern stað sem ég nennti að fara á. Ég var líka pínu (pakksödd!) eftir möndlurnar góðu úr síðustu færslu. Ekki þær sem ég gerði í gær….

Rúmt kíló af þorski og 5 kartöflur

Mig langaði mest að hlaupa inn í eldhús og kyssa kokkinn – þetta var svo gott. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessum rétti. Hann var of góður. Mamma mia. Og er ég nú ekki vön að elda neitt hræðilegan mat. Er ekki í lagi að hrósa sér smá? Jú…ég held það bara……

“Dósa-krukku-poka-pakka-lasagna”

Uh…nei…ekki svona tilbúið hrossakjöts/asna-lasagna sko…. Ákvað að þetta héti bara dósa-lasagna – eins sjarmerandi og það nú hljómar! Kannski af því að það fór dós af þessu og krukka af hinu í þetta. Það má “næstum því” kalla þetta grænmetislasagna. Eina sem stendur í vegi fyrir því er pancettan sem datt útí pottinn. Það sem…

Pasta með spínatsósu, fetaosti og kirsuberjatómötum

Þetta var ótrúlega fljótlegt, ferskt og gott – og tilbúið á nokkrum mínútum. Laukurinn skorinn smátt og settur í pott ásamt smávegis af ólívuolíu. Hvítlaukurinn skorinn mjög smátt og honum bætt saman við. Loks er spinatið skorið ( nóg að skera það bara gróflega ) og því bætt í pottinn. Leyft að malla í 2…

Spínat og sveppalasagna

Þetta kom alveg ótrúlega vel út – spínat og sveppalasagna. Það er ekkert annað grænmeti í þessu ( jú…einn laukur!), en alveg hellingur af spínati og þónokkuð af sveppum. Ég átti eitthvað eftir af kjúklingabaunum í frystinum frá því ég var að gera kjúklingabaunasalatið um daginn og þær fóru líka í pottinn. Voru pínulítið einmana…