Osso buco & gremolata

Nú haustar og þó svo enn sé ekki orðið mjög kalt, þá er farið að dimma ansi snemma. Það kallar á kertaljós og kássur ýmis konar. Osso buco kemur þar sterkt inn. Þessi uppskrift er án hveitis, en það má að sjálfsögðu velta kjötinu úr hveiti áður. Mér þykir það ekki nauðsynlegt. Það má líka…

Ítalskar kjötbollur með ricotta og beikoni

Þessar eru búnar að vera á leiðinni á bloggið í dálítinn tíma. Hafði rænu á því að skrá niður hlutföllin og taka nóg af myndum og hér eru þær mættar! Steikja laukinn og beikonið – hrár laukur í kjötbollur – nei. Mikil mistök. Við steikjum hann áður – það er betra. Ok? Síðan bara blanda…

…og svo fimm tappar vodka…

Í upphafi voru tómatar og fennel…laukur og hvítlaukur….og steinselja sem sýndi mikla þolinmæði meðan vinir hennar léku sér í ofninum… Allt saxaðist og skarst nema tómatarnir, því þeir voru svo náttúrulega passlega stórir… Eftir um klukkustund á 150 gráðum í ofni…með smá ólífuolíu og sjávarsalti – vissulega…..   ….slettist rjómi útí – um 200 ml….

“Þegar ekkert er til” pasta

Útkoman er þessi – hráefnin eru fá og einföld og ekki ólíklegt að þau séu til í ísskápnum=óþarfi að fara út í búð;)   Eins mikið af hvítlauk á pönnu og hver og einn telur sig þurfa – sirka heill hvítlaukur skorinn í sneiðar á þessum bæ – slatti af góðri ólífuolíu og ögn af…

Brakandi fersk blómkálssúpa, eggjasalat og gulrótarbrauð….

Þetta byrjaði allt á gulrótarbrauði sem ég hafði gert fyrr um daginn….og var hættulega gott… Því miður er engin uppskrift í þetta sinn – lofa að vigta allt og mæla næst. Hveiti, ger, gulrætur, grísk jógúrt, volgt vatn, smá mjólk….Allavega! Blómkálssúpan…. Fjórir fagrir blómkálshausar í smærra lagi sem ég hafði kippt með mér af markaðnum…

Einfalt og gott. Penne og heill hellingur af grænmeti…..

2 stór eggaldin 1 stór kúrbítur 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika  2 stórir rauðlaukar  3-400 gr litlir tómatar – gulir og rauðir í þetta sinn 1 heill hvítlaukur  ólífuolía – væn sletta…5-6 msk eða svo sjávarsalt – 1 tsk sirka… handfylli af basil og handfylli af steinselju parmesan yfir allt ef…

Eiginlega bara uppskrift af kartöflusalati….

Bratwurst eru um það einu pylsur sem mér finnst góðar, þannig að einstaka sinnum lenda nokkrar slíkar á pönnunni hjá mér. Það er hægt að fá ágætis pólskar pylsur frá fyrirtæki sem heitir Kjötpól víða og þær eru ekki troðfullar af uppfyllingarefnum og ógeði eins og margar aðrar tegundir eru. Ég er samt ekki alveg…

Oggu-pínu-ponsara-chilli-bollur-með-míní-kartöflum

Þessar urðu til hérna í gærkvöldi.Þær hefðu algjörlega smellpassað á dúkkustellið mitt ef ég vissi hvar það væri. Gerði frekar fáar og þær voru alveg pínulitlar. Kartöflurnar eru líka algjörar míní-kartöflur, þannig að þetta tók allt frekar stuttan tíma. Var frekar sein að byrja að elda, þannig að þetta varð niðurstaðan. Hafði ætlað að gera…

Grænmetislasagnað er komið í ofninn….

Svona byrjaði þetta….alls konar grænmeti í pott… Smávegis af ólívuolíu…þannig að það þekji botninn á pottinum, en bara þunnt lag samt…. 2 laukar 1 kúrbítur 2 rauðar paprikur 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika 2 stórir stilkar af sellerí 400 gr gulrætur Sveppir…svona…300 grömm 1 stór rauður chillipipar 1 hvítlaukur – heill (tók hann í…

Það er sunnudagur og ég ætti auðvitað að vera að baka pönnukökur…

Ég veit – pínu “skrítinn” morgunmatur og þó kannski ekki…. Ég hef aldrei verið “mikið fyrir” morgunmat – helst að ég nái að drekka eitt glas af haframjólkinni minni svona rétt áður en ég fær mér morgunkaffið… Samt veit ég vel að “morgunmatur er mikilvægasta máltíðin” og allt það….jarí jarí jarí….skilaboð móttekin…. Ég held samt…

Spaghetti með svartkáli og hörpuskel

Einfaldur en góður pastaréttur. Svartkál og hörpuskel í aðalhlutverki. Skar svartkálið af stilkunum og síðan í ræmur… Hörpuskelina marineraði ég í blöndu af jómfrúarolíu, sítrónu, timían, steinselju, sjávarsalti, svörtum pipar og hvítlauk sem ég skar í mjög þunnar sneiðar. Lét hörpuskelina liggja þar í rólegheitum í 20-25 mínútur, rétt meðan ég skar grænkálið og sauð…

Steinseljupestó með sólþurrkuðum tómötum

Ég er búin að uppgötva að ég nota alveg ofboðslega mikið af steinselju. Mér finnst hún góð – sérstaklega flöt steinselja. Og svo er hún alveg svakalega holl. Góð fyrir hjartað, kólesterólið, ónæmiskerfið, bólgueyðandi, stútfull af andoxunarefnum, K-vítamíni, C-vítamíni, A-vítamíni…. Listinn er langur. En ef mér þætti hún ekki líka góð, held ég að öll…

Einn, tveir og pasta

Hér kemur enn ein uppskriftin sem ég velti fyrir mér hvort tæki hreint og beint að setja inn! Það eina sem þarf er nóg af kryddjurtum, góða jómfrúarolíu og örlítið sjávarsalt. Í dag var ég með helling af flatri steinselju og eitthvað örlítið af basil. Hélt reyndar að ég ætti ekki basil, en fann svo…

Kryddjurtamurta og ofnsteiktar andakartöflur

Ég náði mér í þessa frábæru murtu í dag. Já – ég veit – það er dálítið oft murta í matinn. Eða silungur. Enda alveg ótrúlega góður matur – finnst mér allavega. Ég ákvað að hafa hana heila í þetta sinn, frekar en flakaða. Hreinsaði fiskinn vel og saltaði hann að innan með dálitlu sjávarsalti…

Spriklandi murta og nýuppteknar sítrónukartöflur

Er nokkuð betra en nýveidd Þingvallamurta og nýuppteknar kartöflur?? Mér finnst best að steikja murtuna bara úr smá smjöri og salta svo með örlitlu maldonsalti. Steikji hana bara á annarri hliðinni ( roðmegin ), skelli svo lokinu yfir og bíð þar til hún er fullelduð. Set hana síðan á fat með smá salati undir….og helli…