Döðludöðludöðl…..

Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið….en hér er fljótleg og góð og nokkuð holl nammiuppskrift. Sagði einhver Snickers? Ekki ég! Döðlur, hnetusmjör, pekanhnetur, dökkt súkkulaði, kókos. Myndirnar kannski segja það sem segja þarf, en hér koma nokkur orð: Skera í döðlurnar (pláss fyrir hnetusmjörið;). Klína hnetusmjöri inní og troða svo pekanhnetu með….

Önnur svona “ekki uppskrift” sem er samt ansi góð…

Það er kannski ekki hægt að kalla þetta uppskrift-frekar en þessa hér Það besta þarf ekki alltaf að vera flókið. Og er ekki alltaf verið að segja fólki að borða meira af grænmeti og ávöxtum? (hef samt ekki prófað þetta með grænmeti….gúrkur með súkkulaði…nei..held ekki..) Það er sem sé til lausn! Bræddi súkkulaði yfir vatnsbaði,…

Jarðarber með balsamedik-súkkulaði….

Þetta er nú kannski varla uppskrift…en…ég ákvað að henda þessu hingað inn samt sem áður:) Allir vita að jarðarber og súkkulaði fer vel saman og flestir að jarðarber og balsamedik er nokkuð góð blanda. Súkkulaði og balsamediki smellpassar líka algjörlega saman. Nokkrir dropar í heitt súkkulaði gefa því aðra vídd. Það hjálpar að sjálfsögðu alltaf…

Alvöru súkkulaðiís með súkkulaðibitum.

Þessi varð alveg ótrúlega góður og ALVÖRU. 1 líter mjólk 1 vanillustöng 245 gr eggjarauður 150 gr sykur 100 gr dökkt kakó 500 ml rjómi – þeyttur 300 gr súkkulaðibitar ( dökkt og hvítt – annað hvort eða bæði ) Eggin hrærð með sykrinum það til ljós og létt. Annað hvort hægt að gera þetta…

Nokkurs konar Reese´s….

Ef þér finnst Reese´s Peanut butter cups góðir, þá finnst þér þetta örugglega gott…. 200 gr dökkt súkkulaði 100 gr hnetusmjör Gæti ekki verið einfaldara – súkkulaði og hnetusmjör sett saman í skál og brætt yfir vatnsbaði. Sett í form. Kælt. Tilbúið. Borðað:) Ég var með silikonform til að baka í möffins, en það má…