Það má sannarlega segja að þessi súpa sé það… Haust=kvefpest=öll húsráð og góð ráð dregin úr skúffunni í þeirri von að eitthvað virki. Engifer látið malla í potti, smá hunangi slett saman við, drukkið með nýkreistri sítrónu. Tékk. Silkiklútur vafinn um hálsinn til að halda betur hita. Tékk. D-vítamín, B-vítamín, C-vítamín, zinc…og eitthvað fleira…Tékk. Og…
Tag: súpa
Sveppasúpa með blaðlauk og þistilhjörtum
Þetta byrjaði allt á 2 vænum blaðlaukum, “smá” smjöri og ögn af sjávarsalti…..og nægum tíma. Hægeldaður blaðlaukur í smjöri er góður grunnur að ýmsu skal ég segja ykkur. Við erum að tala um að leyfa honum að malla í nægu smjöri í 20-30 mínútur og jafnframt passa að hann taki lítinn sem engan lit….
Brakandi fersk blómkálssúpa, eggjasalat og gulrótarbrauð….
Þetta byrjaði allt á gulrótarbrauði sem ég hafði gert fyrr um daginn….og var hættulega gott… Því miður er engin uppskrift í þetta sinn – lofa að vigta allt og mæla næst. Hveiti, ger, gulrætur, grísk jógúrt, volgt vatn, smá mjólk….Allavega! Blómkálssúpan…. Fjórir fagrir blómkálshausar í smærra lagi sem ég hafði kippt með mér af markaðnum…