Í upphafi var nautalund – bestu vinir hennar voru kartöflur, rósmarín, sveppir og andafita og þau fengu af fara með í partýið…og það var stuð;) Andafita þarf helst að vera til á hverju heimili og er jafn nauðsynleg í eldamennsku og smjör og ólífuolía. Þar sem hún passar. Með kartöflum og góðri steik – úff……
Tag: sveppir
….og hér kemur svo lasagnað….
Það var enn til hakk eftir bollurnar í gær. Og aðeins meiri tími til að malla eitthvað gott. Eins og oft þegar ég geri lasagna, er helmingurinn grænmeti. Hvaða grænmeti það er, fer eftir því hvernig skapi ég er í og eins hvað ég á í ísskápnum. Þetta var grænmetið sem lenti í lasagnanu í…
Kosningaréttur dagsins er þorskur með basil og sítrónu….
….á balsamedik-grænmetisbeði, borinn fram með polentu-frönskum ( eða á maður kannski að kalla þær ítalskar?:)…. Einfalt, gott og fljótlegt. Þorsknum velti ég úr blöndu af basilolíu, sítrónuberki, sítrónusafa, sjávarsalti, hvítlauksdufti og oregano. Hellti þessu bara í fatið, makaði á fiskinn og skellti honum í vel heitan ofninn…alveg 200-220 gráður í tæpar 15 mínútur. Polentufranskarnar taka…
Kássa, eldhússlys og loforð um uppskriftir….
Þessi kássa varð til hérna í rólegheitum í dag. Ég hafði reyndar ætlað að gera lasagna – það var allavega upphaflega hugmyndin þegar ég greip með hakk í búðarferðinni í gær. Ég lenti svo í minni háttar elshússlysi í gær – tókst að skera mig á kökuformi þar sem ég teygði höndina inn í skápinn…
Spínat og sveppalasagna
Þetta kom alveg ótrúlega vel út – spínat og sveppalasagna. Það er ekkert annað grænmeti í þessu ( jú…einn laukur!), en alveg hellingur af spínati og þónokkuð af sveppum. Ég átti eitthvað eftir af kjúklingabaunum í frystinum frá því ég var að gera kjúklingabaunasalatið um daginn og þær fóru líka í pottinn. Voru pínulítið einmana…
Risotto með pancetta og sveppum
2 stórir shallotlaukar 200 gr pancetta 250 gr sveppir 300 gr aborio grjón 1 – 1,2 Lítrar gott kjúklingasoð 200 ml hvítvín 100 gr sykurbaunir Svartur pipar Hvítur pipar Maldonsalt Smjör 50 – 100 gr Parmesan Skar pancettað ( eða segir maður pancettuna? Æ…þið vitið hvað ég á við!! Getið líka notað beikon ef þið…