Fyrst fóru kartöflurnar inn í ofn – smá andafita, smá rósmarín, smá sjávarsalt, sletta af vatni….. 250 gráður í sirka 40 mínútur. Á meðan varð til hugmynd. Hún var góð, létt og sumarleg…og hér kemur hún í myndum og máli;) Uppskriftir verða oft til úr því sem er til – inni í ísskáp var opin…
Tag: Þorskur
Þorskur, spínat, turmerik….
Einfaldur, fljótlegur fiskréttur sem tekur enga stund að henda á pönnu og þarfnast sárafárra hráefni. Tilvalinn á degi sem virðist engan enda ætla að taka og það er engin leið að maður nenni inn í matvöruverslun – aðra en næstu fiskbúð. Best að byrja á að skella kartöflum í pott. Fara svo í fiskinn;) Smátt…
Þorskur í einum grænum….
…grænu karríi sem sé…. Fer algjörlega í flokkinn “einföldustu fiskréttir í heimi” Einfalt að eiga flest allt til og stökkva svo við í fiskbúð á heimleið. 2 laukar – smátt saxaðir 1 kg þorskur 1 poki grænt karrí (sjá mynd-eða hvaða græna karrí sem er í raun!) 1 dós kókosmjólk Slatti af spínati…(tvær lúkur eða…
Fiskur í felum í fati með fennel og fleiru
Þetta er eiginlega varla uppskrift en samt! Einfalt er oft best og ef það kemst allt í eitt fat – þeim mun minna uppvask;) Og allt sem fer í fat og þarf ekki að standa yfir og fylgjast með er oft ansi ágætt bara. Hendi oft fisknum í fat ásamt því grænmeti sem til er…
Fiskur dagsins….
Einfalt og gott. Laukurinn skorinn í sneiðar og leyft að krauma á pönnu með smá ólifuolíu og sjávarsalti. Tekinn af og geymdur í skál meðan þorskurinn er steiktur. Þorskurinn skorinn í væna bita og velt úr hveitinu og helst tvisvar svo hann fái dálítinn hjúp á sig. Settur á pönnu ásamt ólífuolíu og smjöri –…
Rúmt kíló af þorski og 5 kartöflur
Mig langaði mest að hlaupa inn í eldhús og kyssa kokkinn – þetta var svo gott. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessum rétti. Hann var of góður. Mamma mia. Og er ég nú ekki vön að elda neitt hræðilegan mat. Er ekki í lagi að hrósa sér smá? Jú…ég held það bara……
Tveir andlausir fiskar
Andlausir…en bragðgóðir…og fljótlegir… Fleiri hráefni gera matinn ekkert endilega betri, en ef hráefnið er gott er erfitt að klikka. Jú. Það er auðvitað hægt, en það eru vissulega meiri líkur að maturinn verði góður-ekki satt? Það er töluvert síðan ég hef sett nokkuð hingað inn. Þetta hefur verið algjörlega blogglaust sumar og það síðasta sem…
Kosningaréttur dagsins er þorskur með basil og sítrónu….
….á balsamedik-grænmetisbeði, borinn fram með polentu-frönskum ( eða á maður kannski að kalla þær ítalskar?:)…. Einfalt, gott og fljótlegt. Þorsknum velti ég úr blöndu af basilolíu, sítrónuberki, sítrónusafa, sjávarsalti, hvítlauksdufti og oregano. Hellti þessu bara í fatið, makaði á fiskinn og skellti honum í vel heitan ofninn…alveg 200-220 gráður í tæpar 15 mínútur. Polentufranskarnar taka…
Léttsteiktur þorskur á fennelsoðinni rófustöppu með perlauk, fennel og litríkum tómötum….
Ég var búin að lofa uppskrift af þessum rétti hér fyrir ofan sem er…. Túnfiskur með kínverskri plómusósu, fennelsoðinni rófustöppu, eggaldin og rauðlauks “flögum” En verð samt eiginlega að byrja á þessum hérna…. Léttsteiktur þorskur á fennelsoðinni rófustöppu, með “karmelliseruðum” fennel, “karmelliseruðum” perlulauk og marglitum tómötum….rauðir, fjólubláir og gulir… …og jafnvel þessu hérna…. …Plómusultan góða…….
Léttsteiktur þorskur á laufléttri blómkálsmús með smjörsoðnum púrrlauk
Ég fékk þennan fallega blómkálshaus um helgina og er nokkuð viss um að hann á eftir að koma töluvert við sögu í vikunni! Ég tók hluta af honum – um 600 grömm – og sauð í blöndu af mjólk og kjúklingakrafti. Fyrst skar ég hann í smærri bita – 600 grömmin það er að segja…
Ofnbakaður þorskur á spínatbeði, með makadamíu-hnetu og kryddjurtahjúp
Það er alltaf fljótlegt og þægilegt að ofnbaka fisk! Nú til dags er hægt að fá fisk í alls kyns sósum í fiskborðum landsins. Eflaust er margt af honum ágætt, en mér finnst betra að fá að stjórna hráefninu sjálf. Kannski er það tilhugsunin um allan ofnbakaða fiskinn sem maður fékk í æsku, sem var…
Léttsteiktur þorskur á spínatbeði….
…með kúrbítsklöttum og tzatziki…. Set þetta eiginlega bara hérna inn til að ítreka það að stundum er einfalt best. Óþarfi að vera að flækja málin ef hráefnið er gott. Náði í þorskinn út í fiskbúðina Vegamót og spínatið upp í Lambhaga… smá smjör,olíu,salt og pipar. Voila! Þarf í rauninni ekkert meira. Þorskur….helst spriklandi…annars bara nýr…….
Þorsklasagna – uppskriftin….
Þetta notaði ég í uppskriftina…. 1 kg þorskur 8-900 grömm plómutómatar/kirsuberjatómatar 1 búnt sítrónubasil ( má nota annars konar basil en það kemur þá kannski aðeins öðruvísi út ) 1-2 greinar timían 500 gr spínat 200 gr vatnakarsi lasagnablöð 1 krukka af fetaosti olíuvolía maldonsalt smá sykur hvítur nýmalaður pipar Svona lítur lasagnað út á…