Það má sannarlega segja að þessi súpa sé það… Haust=kvefpest=öll húsráð og góð ráð dregin úr skúffunni í þeirri von að eitthvað virki. Engifer látið malla í potti, smá hunangi slett saman við, drukkið með nýkreistri sítrónu. Tékk. Silkiklútur vafinn um hálsinn til að halda betur hita. Tékk. D-vítamín, B-vítamín, C-vítamín, zinc…og eitthvað fleira…Tékk. Og…
Tag: timían
Lime/kartöflur/ kjúklingur….
Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún… Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma….
Bíbí á baunabeði – túkall….
Lagði baunirnar í bleyti hér fyrr í dag. Ekki þessar dæmigerðu saltkjötsbaunir og ekki langaði mig í saltkjöt. Ég veit – algjör svik við þennan blessaða sprengidag. Þetta voru svona 2-300 grömm af baunum sem fóru í bleyti. Þær voru grænar að lit og ítalskar – frá Sigillo í Úmbríuhéraði. “Lenticchie Della Marche Biologiche” stendur…
Grænmetislasagnað er komið í ofninn….
Svona byrjaði þetta….alls konar grænmeti í pott… Smávegis af ólívuolíu…þannig að það þekji botninn á pottinum, en bara þunnt lag samt…. 2 laukar 1 kúrbítur 2 rauðar paprikur 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika 2 stórir stilkar af sellerí 400 gr gulrætur Sveppir…svona…300 grömm 1 stór rauður chillipipar 1 hvítlaukur – heill (tók hann í…
Spaghetti með svartkáli og hörpuskel
Einfaldur en góður pastaréttur. Svartkál og hörpuskel í aðalhlutverki. Skar svartkálið af stilkunum og síðan í ræmur… Hörpuskelina marineraði ég í blöndu af jómfrúarolíu, sítrónu, timían, steinselju, sjávarsalti, svörtum pipar og hvítlauk sem ég skar í mjög þunnar sneiðar. Lét hörpuskelina liggja þar í rólegheitum í 20-25 mínútur, rétt meðan ég skar grænkálið og sauð…
Kryddjurtamurta og ofnsteiktar andakartöflur
Ég náði mér í þessa frábæru murtu í dag. Já – ég veit – það er dálítið oft murta í matinn. Eða silungur. Enda alveg ótrúlega góður matur – finnst mér allavega. Ég ákvað að hafa hana heila í þetta sinn, frekar en flakaða. Hreinsaði fiskinn vel og saltaði hann að innan með dálitlu sjávarsalti…
Marinerað lamba-innra læri með kús kús
Þetta var ég með í matinn á laugardaginn. Undirbúningurinn byrjaði reyndar á föstudaginn, en allt tók þetta frekar stuttan tíma. Marinering: 100 ml góð ólívuolía ( ég mæli að sjálfsögðu með grískri extra virgin, enda finnst mér hún langbest…) 1 appelsína ( safi og börkur ) 1 sítróna ( safi og börkur ) 2 tsk…
Chicken in a mild tomato sauce – served with spaghetti and parmesan
This was the most tender chicken ever! Easy, healthy, flavorful… I didn´t have any homemade pasta on hand which would have made this dish even better. I always make up a batch and throw in the freezer, bUt this time I was all out:( 5 – 6 pieces chicken ( I had 4 legs, 1…
Roastbeef með sætri kartöflumús og sveppasósu
Nautainnralæri – 1,5 – 2 kg 2 laukar 3 – 4 hvílauksrif Rósmarín greinar Timían greinar Ólívuolía Maldonsalt Nýmalaður hvítur pipar Ég nuddaði kjötið með smá ólívuolíu og kryddaði það svo með maldonsalti og nýmöluðum hvítum pipar. Það skiptir máli að nota gott krydd – ekki þurrt og gamalt. Einu kryddin sem ég nota liggur…