Laxa-carpaccio undir grískum áhrifum

Ég sá mest eftir að hafa sett restina af laxinum í ofninn…en…á morgun geri ég meira. Og vonandi kominn meiri villtur lax í búðina. Ég á veiðistöng, en ég hef aldrei notað hana…úbbs…kannski kominn tími á það bara? Hef veitt og tókst vel og fannst það gaman. Þess vegna fékk ég veiðistöng í jólagjöf eitt…

Eggjakaka með vorlauk og reyktum lax

Það eru oftast til egg í ísskápnum og fátt einfaldara og þægilegra en að henda í eggjaköku. Í þetta sinn með reyktum lax og vorlauk. Var að hugsa um að setja spínat…en fannst það eitthvað “of”. Stundum er betra að nota fá en góð hráefni og leyfa þeim að njóta sín. Eiginlega bara alltaf. Allavega!…

Brakandi fersk blómkálssúpa, eggjasalat og gulrótarbrauð….

Þetta byrjaði allt á gulrótarbrauði sem ég hafði gert fyrr um daginn….og var hættulega gott… Því miður er engin uppskrift í þetta sinn – lofa að vigta allt og mæla næst. Hveiti, ger, gulrætur, grísk jógúrt, volgt vatn, smá mjólk….Allavega! Blómkálssúpan…. Fjórir fagrir blómkálshausar í smærra lagi sem ég hafði kippt með mér af markaðnum…