Meiri silungur – nú með wasabi-kartöflusalati með kapers….

Já. Ég veit. Silungur. Hann er dálítið oft í matinn hjá mér á þessum árstíma. Það mætti stundum halda að ég væri alltaf að veiða….en nei….mér finnst hann bara svo góður. Bestur finnst mér hann einfaldlega steikur úr smjöri, saltaður og pipraður með þurristuðum möndluflögum yfir. Og svo er ég oft með nýuppteknar kartöflur í…