Grasker og salvía…
Andafita og sjávarsalt
Inn í ofn við háan hita þar til salvían er stökk og graskerið mjúkt.
Á meðan…
Graskersfræin hreinsuð og steikt á pönnu með andafitu og múskati.
Nýrifnu að sjálfsögðu, því annað kemur ekki til greina. Bragðmunurinn á nýrifnu múskati og möluðu í krukku…tveir ólíkir hlutir.
Pastað soðið…graskerfræin steikt þar til þau poppa af pönnunni…Tekur alveg sinn tíma og þolinmæði er lykillinn hér…
Ögn af nýrifnu múskati yfir allt og maturinn er tilbúinn!
Verði ykkur að góðu!:)