Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið….en hér er fljótleg og góð og nokkuð holl nammiuppskrift. Sagði einhver Snickers? Ekki ég! Döðlur, hnetusmjör, pekanhnetur, dökkt súkkulaði, kókos. Myndirnar kannski segja það sem segja þarf, en hér koma nokkur orð: Skera í döðlurnar (pláss fyrir hnetusmjörið;). Klína hnetusmjöri inní og troða svo pekanhnetu með….
Rauðvínsrisotto með döðlum og möndlum & hægeldaðir lambaskankar
Það var nú ekki á planinu að setja inn uppskrift, en þetta var bara of gott… Þetta byrjaði allt í gær þegar ég hoppaði inn í Kjöthöllina með ekkert plan, þegar ég hitti fyrir fjóra fagra lambaskanka sem laumuðu sér með mér heim. Ég var nokkuð viss að rauðvín myndi koma við sögu, en annars…
Svínalundir, hvítkál og epli
Þessar svínalundir urðu til hér um helgina. Þær fengu að marinerast á meðan ég sinnti haustverkum í garðinum. Vonandi sprettur hér túlípanaakur með vorinu en ef ekki, þá var útiveran samt góð í fallegu haustveðri. Er búin að vera duglegri í garðinum í sumar en áður – en við vitum öll af hverju það er!…
Osso buco & gremolata
Nú haustar og þó svo enn sé ekki orðið mjög kalt, þá er farið að dimma ansi snemma. Það kallar á kertaljós og kássur ýmis konar. Osso buco kemur þar sterkt inn. Þessi uppskrift er án hveitis, en það má að sjálfsögðu velta kjötinu úr hveiti áður. Mér þykir það ekki nauðsynlegt. Það má líka…
Rauðkáls-rauðlauks- makkarónusamviskubit með heims(k)spekilegu ívafi,jólapælingum og heimasömdu lagi
Skrollið niður fyrir uppskriftir. Ekki af makkarónum samt. Hana fáið þið aldrei. Ég endurtek…ALDREI! Þetta varð skuggalega langt blogg miðað við mörg hér á síðunni, en aldrei þessu vant hef ég smá tíma…Ætti kannski að vera að taka til eða EITTHVAÐ…en það fer að gerast…það fer alveg að gerast…geisp…. Í ár er fyrsta árið síðan…
Kiwi-lime-kókosís sem tekur 5 mínútur að henda saman
Innihald: 4 kiwi-frekar stór og óþroskuð :) 2 lime – safi og börkur 200 gr sykur 100 ml vatn 200 ml kókosmjólk Kiwi maukað með töfrasprota, börkurinn rifinn af tveim lime og safinn kreistur úr. Sykur og vatn í pott og leyft að bullsjóða um stund og slökkt undir. Öllu öðru hellt saman við (lime,…
Kanntu böku að baka? Já það kann ég…
Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…
Laxa-carpaccio undir grískum áhrifum
Ég sá mest eftir að hafa sett restina af laxinum í ofninn…en…á morgun geri ég meira. Og vonandi kominn meiri villtur lax í búðina. Ég á veiðistöng, en ég hef aldrei notað hana…úbbs…kannski kominn tími á það bara? Hef veitt og tókst vel og fannst það gaman. Þess vegna fékk ég veiðistöng í jólagjöf eitt…
Netflixkaka
Það má skera hana og skella í frystinn. Fólk getur laumað sér í bita þegar því hentar. Það má líka borða hana alla í einu, en þá er hætt við að fólki verði illt í maga…eða verði allavega pakksatt og bumbult… Ég hef aldrei skilið sjónvarpsköku. Nafnið…hmm…það hlýtur að koma frá þeim er sjónvarp var…
Long time – no blog…og kjúklingabringur í ofni með alls konar…
Kúrbítur og græn paprika í fat. Kjúklingabringur þar ofaná. Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…). Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín? Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan…
Bolludags….
Bolludagur…bolludagshelgi…bolludagsvika…. Nú eru væntanlega flestir búnir að baka eða kaupa sínar bollur og aðalveislan verið í gær, sunnudag. Sem mér finnst alltaf pínu svindl. Ég sakna þess að sjá ekki bolluvendi víðar. Ég man að það var alltaf aðalstuðið – að ná að vakna á undan öðrum og flengja alla með bolluvendinum. Kannski er það…
Latur kjúklingur í fati=lítið uppvask
Þetta er varla uppskrift. Og þó. Ég er líklega sjaldnar með kjúkling en gengur og gerist. Oftast kaupi ég heilan kjúkling, hendi honum inn í ofn og gleymi honum þar í 45-60 mínútur – eftir stærð kjúklings og letistigi húsmóðurinnar. Helst reyni ég að henda meðlætinu með – til að spara uppvask. Af því það…
Tartalettur-klassískar og veganvæddar
Tartalettur eru hugsanlega vanmetnasta fyrirbæri ever. Einfaldar að bera fram, auðvelt að útbúa alls kyns góðar fyllingar og tilvalið að hafa í veislum. Vissulega má ganga alla leið og gera skelina, en…..það er hægt að fá alveg ljómandi fínar úti í búð þannig að…. Við skulum bara einbeita okkur að fyllingunum. Ég gerði þrjár útfærslur…
Haframjólkurskortur…
Samkvæmt fréttum er haframjólkurskortur á landinu – en hann þarf ekki að vara lengi með góðri uppskrift! Fann eina slíka í safni mínu frá 2012. Sjá link….. Haframjólk – eina uppskriftin sem þarf Þessi hefur verið margreynd í gegnum árin og virkar alltaf jafn vel. Bara muna að hrista hana vel fyrir notkun. Verði ykkur…
Annar í steik – hinn klassíski réttur
Í upphafi var nautalund – bestu vinir hennar voru kartöflur, rósmarín, sveppir og andafita og þau fengu af fara með í partýið…og það var stuð;) Andafita þarf helst að vera til á hverju heimili og er jafn nauðsynleg í eldamennsku og smjör og ólífuolía. Þar sem hún passar. Með kartöflum og góðri steik – úff……