Döðludöðludöðl…..

Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið….en hér er fljótleg og góð og nokkuð holl nammiuppskrift. Sagði einhver Snickers? Ekki ég!

Döðlur, hnetusmjör, pekanhnetur, dökkt súkkulaði, kókos.

Myndirnar kannski segja það sem segja þarf, en hér koma nokkur orð:

Skera í döðlurnar (pláss fyrir hnetusmjörið;).

Klína hnetusmjöri inní og troða svo pekanhnetu með.

Bræða súkkulaði (í örbylgjunni til dæmis-til hvers að búa til uppvask) og velta döðleríinu úr því.

Smá ristaður kókos ef vill. Og svo inn í ísskáp í smástund. Eða frysti ef vill.

Ég geri nú bara smotterí (hey…smotterí og gotterí rímar!) og það var fljótt að fara. En fínt að gera í frysti líka til að eiga.

Verði ykkur að góðu:)

Leave a comment