Fiskur dagins með rækjum og rjóma

Fiskur dagsins eða fiskisúpa? Eins og hver vill!

Réttur úr seríunni “allt í einn pott-eitthvað fljótlegt og ferskt og fiskkyns”.

Svoleiðis nokkuð er allavega vikulega hér á bæ og oft tvisvar.

Ekki alltaf eins-stundum tómatlagað, með ansjósum og ólífum…,..eiginlega bara hverju sem til er.

Já-var ég búin að segja “einn pottur”? Sem sé-minna uppvask;)

Ef allt kemst í einn pott eða eitt fat inn í ofn þá er það algjörlega win win sko….

Tilvalið hversdags eða þegar von er á gestum í mat.

Í raun hægt að undirbúa allt og klára svo þegar gestirnir mæta;)

700-800 gr þorskur

4 vænir shallotlaukar

1 stilkur sellerí

1 gul paprika

1 rauð paprika

Ólífuolía-3-4 msk

3-400 gr kartöflur

½ hvítlaukur

150-200  ml hvítvín

250-300 ml vatn

250-300 ml rjómi

1 teningur kjúklingakraftur

Safi úr 1-2 sítrónum (eftir því hversu safaríkar þær eru)

Handfylli af ferskum basil

Handfylli af ítalskri steinselju

Sjávarsalt

Svartur pipar

250-300 gr rækjur

100-150  gr parmesan

Kartöflur skrældar og skornar í sneiðar.

Paprikan skorin fremur smátt og shallotlaukurinn skorinn í þunnar sneiðar.

Selleríið skorið smátt. Hvítlaukurinn skorinn í sneiðar.

Öllu nema kartöflunum fleygt í pott með ólífuolíu og sjávarsalti. Látið malla smá…

Þá fer hvítvínið útí og það látið gufa aðeins upp. Síðan er það vatnið og teningurinn ásamt kartöflum, sítrónusafa og rjóma. Passað að fljóti yfir kartöfurnar en ekki meira en það.

Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, er rifnum parmesan bætt í pottinn ásamt kryddjurtum.

Loks er fiskurinn skorinn í bita og honum bætt í pottinn.

Látið bullsjóða og lokinu skellt á.

Potturinn hristur fram og tilbaka þannig að fljóti vel yfir fiskinn.

Rækjunum fleygt ofaná og lagt á borð. Beðið í nokkrar mínútur…tékkað hvort fiskurinn sé ekki örugglega eldaður vel…annars bara kveikja aftur á pottinum, ýta fisknum aðeins neðar….en passa að brenni ekki í botninn vissulega!

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s