Kjúklingalifur með chorizo, smjörbaunum, balsamediki og fíkjum

on

Sagt er að ein mynd geti sagt 1000 orð. Það gerir þessi mynd svo sannarlega ekki. En útlitið er víst ekki allt! Og það sannast sko heldur betur í þessari uppskrift.

Lifrin var góð og alveg þess virði að muna uppskriftina sem varð til.

Þetta hófst allt í gær þegar fiskisúpan góða varð til. Hún er seinni tíma saga.

Við hliðina á humrinum og rækjunum í frystinum í Melabúðinni var kjúklingalifur.

Ég er einmitt búin að vera með “craving” í lifur og hef borið hana “hið innra”. Það er að segja – enginn annar á heimilinu fær svoleiðis “craving”(né finnst lifur góð), en mér er alveg sama. Ég á nóg á morgun líka bara.

Allavega! Hendum saman uppskriftinni!

Þetta voru 660 gr af lifur sem lentu í mjólk hér á borðinu meðan fékk mér kaffibolla og spáði aðeins í málin. Sirka hálftíma skulum við segja. Því næst hreinsaði ég lifrina aðeins – bara rétt svona yfir skálinni og fleygði því sem mér leist illa á. Eftir voru sirka 500 gr. Á meðan var laukurinn og chorizo-ið að malla annars, þannig að þetta tók allt saman mjög stuttan tíma.

4 shallotlaukar – skornir í sneiðar

50 gr chorizo – skorin í bita

3 hvítlauksrif – skorin/söxuð

Ólífuolía

500 gr kjúklingalifur – hreinsuð en heil

50-100 ml balsamedik – vel væn sletta sem sé

3 vænar skeiðar fíkjusulta (eða önnur góð sulta t.d.rifsberja? Bara það sem er til)

100 ml rjómi

1 dós smjörbaunir

Sjávarsalt

Pipar

Steinselja

Shallotlaukur og chorizo í pott með ólífuolíu. Hvítlaukur næst útí.

Þá lifrin, salt og pipar. Hrært og látið steikjast aðeins. Þá fer væn sletta af balsamedikinu útí, því næst rjóminn, sultan og að lokum smjörbaunirnar. Steinselja útí og lokið á pottinn þar til eldað í gegn.

Tilbúið!

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s