Af hverju er engin kjötverslun í Borgarnesi???

on

Af hverju er ekkert kjötborð í Borgarnesi?

Þarna fara þvílíkt margir um á leið í sumarbústaði og hvað ætla þeir að elda?

Flestir ætla að grilla!

Var í bústað í 4 daga og var að koma heim.

Fyrsta kvöldið var T-bone steik sem ég hafði haft vit á að kippa með mér í Kjöthöllinni.

Næsta dag var ég dálítið sein fyrir og nennti ekki inn í Borgarnes ( var líka allt að loka samkvæmt því sem ég komst næst ).

Þriðja daginn fór ég og fékk mér bita í Narfeyjarstofu í Stykkishólmi.
Ágæta fiskisúpu og mjög gott heimabakað brauð með henni.

Fjórða daginn – í gær sem sé – neyddist ég til að kaupa vacumpakkaðar lambakótilettur.

Af hverju er enginn búinn að stofna kjötbúð þarna?

Var búin að finna nafn og meira að segja heila auglýsingaherferð rétt á meðan ég keyrði frá Borgarnesi og aftur í Munaðarnes.
Þetta er ekkert flókið…og eflaust hægt að hafa ágætis tekjur yfir sumarmánuðina…og jafnvel allan ársins hring!

Væri til í að vita hvort það sé einhver fyrirstaða – það er að segja af hverju enginn hefur gert þetta?

Er komin með nafnið og lógóið og hvernig þetta á að “lúkka” bara ef einhver nennir að taka þetta að sér!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s