E-bóla kvöldsins

on

Fór í ísbíltúr í rokinu. Kári vildi prófa nýju ísbúðina við Hringbraut.
Það virkar þannig að fólk setur ísinn sjálft í boxið og eins “dótið” ofaná.

Það var fullt af “brögðum”, en enginn ís með “ísbragði”.

Fékk bita af ísnum hjá Kára sem var með einhvers konar “albragði”…
Ísinn hafði allur blandast saman og svo syntu þarna um hlaupkallar í heitri súkkulaðisósu.

Fékk E-bólu á tunguna og efnabruna í kringum munninn…
E-bóla er svona lítil bóla sem maður fær á tunguna þegar maður borðar fleiri en 70 E efni í einu….
og svo fær maður varaþurrk líka ( kannski er það bara ég…veit ekki….).

Lenti í þessu líka þegar ég fékk bita af Yo yo ís um daginn ( það er ísbúð í Kópavogi sem virkar svona svipað ).

Ísbíltúrinn hjá mér endaði hins vegar á Hagamel þar sem ég fékk “alvöru ís”…

Keyrðum svo smá hring um bæinn og töldum ísbirni og ferðamenn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s