Það er Cajun kjúklingur í matinn…
Ein af uppáhalds búðunum mínum í London er http://www.thespiceshop.co.uk/
Þetta er pínulítil búð og ekki erfitt að finna hana.
Hún er á Blenheim Crescent, sem er hliðargata af Portobello Road.
Farið bara á Portobello og rennið á lyktina. Hún finnst alveg í næstu götur-allavega í réttri vindátt….Þarna er að finna margs konar krydd og skemmtilegar kryddblöndur.
Þar beint á móti er önnur uppáhaldsbúð…http://www.booksforcooks.com/
Meira um hana síðar:)
Ég sé mér til mikillar mæðu að blandan er að klárast…bara eftir nóg krydd kvöldmatinn í kvöld…Neyðist til að blanda sjálf eða skella mér til London….hmm…..