Hér koma nokkrar myndir frá Róm. Algjörlega dæmigerðar “túristamyndir”!:)
Set kannski inn fleiri síðar.
Vona að einhver hafi gaman af þeim.
Tók alveg ótrúlega margar myndir í sumar…örugglega nokkur þúsund myndir….
Eins gott að það þarf ekki að fara með myndir í framköllun lengur!!
Þegar ég var lítil, komst ég stundum í myndavélina og smellti af nokkrum.
Mamma varð nú heldur betur kát þegar hún náði í myndir í framköllun og fann inn á milli myndir af…einum skó…hálfum vegg…bangsa….og einhverju álíka sem mér hefur þótt áhugavert þá stundina (sem sé, ekki myndir af uppáklæddu og uppstilltu fólki með bros á vör!).
Mér finnst reyndar leiðinlegast að taka myndir af uppstilltu fólki.
Læt mig stundum hafa það – það er kannski gaman að eiga nokkrar svoleiðis seinna uppá það að muna hreint og beint að maður hafi verið á staðnum!
Sem er annað – ég var að fatta að það eru eiginlega engar myndir af mér, sem er kannski fylgifiskur þess að vera alltaf þessi fyrir aftan myndavélina;)