Eitthvað einfalt og gott sem varð til á pönnu….

Ó vá!

Það er orðið ansi langt síðan ég hef hent hér inn færslu, hvað þá uppskrift.

IMG_5340

Sökum anna (meira um það síðar!), hefur fjölskyldan stundum þurft að leita á náðir hinna ýmsu veitinga og skyndibitastaða uppá síðkastið.

Best að hafa ekki fleiri orð um það, en það er ansi margt misjafnlega gott að finna þarna úti…hóst hóst…Sumt ágætt, en margt aðeins lakara.

Það er reyndar ekkert gaman að fara með mér út að borða. Ég skal alveg viðurkenna það.

Stend mig yfirleitt að því að halda kjafti nema ef mér líkar eitthvað sérstaklega vel.
Það má kannski kalla þetta atvinnusjúkdóm.

Eða ég hef hent einhverju miður merkilegu á disk og kallað það mat.

Og síðan hef ég ekki nennt að henda inn uppskrift að segjum….en einni eggjakökunni, salatinu, kjúklingaréttinum, lúðunni, túnfisknum (þegar ég hugsa málið, er þetta kannski búið að vera meiri bloggleti en eldaleti…)…en þessi var pínu spes.

Allavega!

Varð að henda þessari “uppskrift” hingað inn og hér kemur hún;)

4 kjúklingabringur
2 græn chilli
3-4 hvítlauksrif
Safi úr 1 sítrónu
Sjávarsalt
Hvítur pipar

3 rauðlaukar
3 rauðar paprikur
Jómfrúarolía
Sjávarsalt

1 poki spínat
1 dós kjúklingabaunir
1 dós ansjósur

Og möndlur…

IMG_5333

Ætlaði varla að nenna að elda, enda búin að vera í eldhúsinu í allan dag.
En annar dagur af því að leita að einhverju? Nei…held ekki.

Stundum dútla ég heilmikið við möndlurnar og stundum frekar lítið.

Ég gæti reyndar auðveldlega kallað möndlur, ólívur og ansjósur kvöldmat og verð að játa að
stundum er þetta þrennt það eina sem mig langar í. Af hverju ætli það sé?

Nenni ekki að gúggla hvaða vítamín eða steinefni eru í þessu þrennu,
en ég er viss um að þau eru góð;)

Og aftur að uppskriftinni. Hún var einhvern veginn svona:

“Hey…þarna eru kjúklingabringur.
Best að draga þær fram…já…og rauðlaukur og paprika.
Best að byrja…”

Skar rauðlauk og papriku í strimla og fleygði inn í ofn ásamt jómfrúaroliu og sjávarsalti.
Fékk mér kaffibolla á meðan. Og hugsaði svo málið.

Fór að steikja möndlur með smá chilliolíu og hvítlauksolíu.
Frekar einfalt og gott og eitthvað sem ég geri frekar oft.

Ef þið viljið flækja þetta meira, þá er hér líka ansi góð uppskrift
af möndlum. Ég meina...HÉR.

Skar hvítlaukinn frekar smátt, en ekki of.
Græna chillipiparinn líka.

Hvítlaukspressa? Aldrei.
Fólk sem notar svoleiðis ætti ekki að fá að elda. Punktur.

Fleygði þessu í skál, skar kjúklingabringurnar í bita…smá sítrónusafa yfir, sjávarsalt og hvítur pipar.

Þegar ég nennti og kaffibollinn var orðinn kaldur, fleygði ég kjúklingnum á pönnuna ásamt einni dós
af ansjósum. Og olíunni af ansjósunum. Vissulega. Hver hendir henni?
Það eru bara einhverjir vitleysingar sem gera það.

Því næst fór þarna ein dós af kjúklingabaunum útí.
Loks tók ég rauðlaukinn og paprikuna úr ofninum og bætti á pönnuna.

Og síðast en ekki síst spínatinu. Bara svona til að sjá hvort það kæmist ekki örugglega með á pönnuna.

Ristaðar möndlur yfir og maturinn er tilbúinn!

Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s