Lasagna…

Þetta er svo í raun og veru nokkurs konar “bolognese” kjötsósa, þannig að ef maður kemst í tímaþröng og nær ekki að gera lasagna – þá sýður maður bara
spaghetti og sleppir því að gera ostasósuna:)

Stundum er ég ekki með sveppi eða papriku í þessu…fer bara eftir því hvort það er til í ísskápnum eða ekki.
Þetta er allavega lasagna eins og ég gerði það í gær:)

Kjötsósa….

1 kg nautahakk
1 box sveppir
1 poki gulrætur ( 500 gr )
1 rauð paprika
2 laukar
2 stilkar sellerí
2 dósir tómatar ( mjög gott að nota kirsuberjatómata frá Biona…eða amk einhverja góða og bragðmikla tómata )
1 dós tómatpúrra (200 gr – var með frá Biona )
2 teningar af nautakrafti
1 msk cayenne pipar ( Sonnetor )
1 msk sæt paprika ( Sonnentor )
300ml vatn
Maldon salt og nýmalaður hvítur pipar

Olívuolía ( til að steikja úr ).

Ég sker laukinn mjög smátt- eins hvítlaukinn og papríkun.
Sveppirnir og gulræturnar mega vera aðeins stærri.
Finnst alveg mega finna fyrir sveppunum og gulrótunum, en helst ekki lauknum og paprikunni.

Ég set ólívuolíu í pott – næst set ég grænmetið útí og leyfi því að “glærast” aðeins áður en ég bæti kjötinu samanvið.
Þegar kjötið er komið í pottinn, bæti ég kryddunum samanvið og næst tómatpúrrunni.

Svo set ég tómatana….næst vatnið…og svo kraftinn…og leyfi þessu að malla eins lengi og ég hef tíma til – 1-2 klukkutíma….jafnvel meira…

Þarf að hræra í við og við, og eins kannski bæta smá vatni við – best að hafa lok á pottinum og fylgjast með.

Ostasósa…..

500 ml mjólk
50 gr smjör
50 gr hveiti
Maldonsalt og nýmalaður hvítur pipar
1/4 tsk múskat
200 gr rifinn ostur

Hitið mjólkina að suðu.
Blandið smjörinu og hveitinu saman í “bollu” og hrærið svo saman við mjólkina með písk.
Best að taka mjólkina af hitanum rétt á meðan og passa að hræra vel svo þetta brenni ekki eða hlaupi í kekki.
Hita svo aftur og hræra vel – þangað til það þykknar.

Krydda með saltinu, piparnum og múskatinu og bæti svo helmingnum af ostinum saman við (hinn helmingurinn fer ofaná ).

Svo er bara að setja þetta saman….

Ég tek eldfast fat og smyr það vel að innan með smá smjöri.

Svo raða ég…
Fyrst kjötsósu, næst lasagnablöð,svo kjötsósu….
Betra að hafa hvert lag frekar þunnt.

Næstsíðasta lagið hef ég kjötsósu….svo set ég ostasósuna ofaná það…og að síðustu restina af ostinum….

Þetta set ég svo í ofn í 40-50 mínútur – eða þar til osturinn ofaná er orðinn gullinn.
Ég hef ofninn á svona…180 gráðum…má setja hann aðeins upp fyrir rest ef osturinn er ekki að taka lit.

Þarf svo að leyfa þessu að jafna sig aðeins áður en það er skorið – annars lekur ostasósan einvhern veginn út um allt…..

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s