Speltbollur m/höfrum og birki

Speltbollur m/höfrum og birki
….gott að hafa smá smjör og hunang ofan á…..

Ég ákvað að baka brauð í dag.
Áður en ég fór að sofa í gærkvöldi, setti ég í deigið.
Var ekki með neina uppskrift heldur meira svona að leika mér.

200 gr gróft spelt
100 gr gróft haframjöl
100 fínt spelt + ca 100 gr í viðbót til að hnoða úr
20 gr ger
2 msk hunang ( notaði acacia )
400 ml af volgu vatni )

Ofaná:
Slá saman einu eggi og smá mjólk eða hrísmjólk og pensla létt ofaná.
Ég setti birkifræ, en sesamfræ kæmu líka vel út.
Eða bara engin fræ ef fólk vill það heldur.

Ég hrærði þessu vel saman í skál og lokaði svo skálinni vel með plastfilmu.
Skildi þetta svo bara eftir á eldhúsborðinu.

Áðan tók ég þetta úr skálinni og hnoðaði.

Hafði nóg af fínu spelti við höndina ( ætli þetta hafi ekki verið ca 100 gr af fínu spelti ).

Svo hnoðaði ég og hnoðaði – þangað til brauðið “losnaði” frá borðinu.
Úr þessu komu 7 jafnstórar bollur, þannig að ég ákvað að setja það saman eins og er á myndinni.

Ég leyfði þessu að hefast aftur í ca hálftíma – eða þar til það varð aðeins stærra.

Pensalaði það svo með blöndu af eggi og hrísmjólk ( má vera mjólk – hvort heldur maður vill eða hefur við hendina ),
stráði birkifræjum yfir og skellti því svo inn í ofn á 170 gráður. Þar var það í ca 30-40 mínútur.

Það er svo misjafnt milli ofna hversu langan tíma baksturinn tekur.
Það er oft erfitt að fara nákvæmlega eftir hitastigi og tímasetningum í uppskriftum.
Það er miklu betra að fara eftir auganu og tilfinningunni og hafa hitt til hliðsjónar.

Þegar ég tók brauðið út, bankaði ég í það og það heyrðist svona tómahljóð….þannig vissi ég að það var tilbúið.

Það er oft svo erfitt að mæla nákvæmlega í brauðbakstur hversu mikið af vatni og mjöli þarf.
Það fer t.d.eftir því hversu þurrt/gamalt mjölið er, hversu mikið vatn þarf.

Brauðbakstur er svo sem enginn nákvæm vísindi.

Margir eru hræddir við að baka brauð – halda að það sé svo erfitt.

Það sem fólk gerir kannski helst rangt er að hafa vatnið of heitt-það drepur gerið.

Stundum er ég dálítið óþolinmóð og skelli því bara á miðstöðvarofninn – set dagblað á ofninn og skálina ofaná.
Hef hana alltaf vel lokaða með plastfilmu svo að ekkert loft komist þar að.

Þessa “skyndilausn” nota ég oft ef ég er að gera pizzudeig til dæmis og hef ekki tíma til að bíða.
Ég vil hvort eð er hafa þær mjög þunnar-þannig að það þarf ekki að hefast svo mikið.

Það eina sem var erfitt við þennan bakstur var að bíða meðan brauðið jafnaði sig þannig að ég gæti farið að borða það.
Sem betur fer hafði ég eitthvað að gera ( við að skrifa uppskriftina niður hérna ).

Er að prófa það núna og það er bara mjög gott! Setti smá smjör og smá hunang ofaná.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s