Eggaldin “parmesan”

Ég átti eftir smá af raspnum sem ég bjó til um daginn þegar ég var að gera
Kálfakjöt að hætti Mílanóbúa.

Ég skar niður eitt eggaldin – ( passa bara að skera í jafnar sneiðar ) – og stráði á það smá maldonsalti.
Það dregur smávegis af vökvanum úr og eins beiskjubragðið sem kemur stundum af eggaldini.

Ég þerraði eggaldinið svo með eldhúsrúllu, velti því upp úr hveiti, eggjablandi og raspnum góða
( sjá aðferð við Kálfakjöt að hætti Mílanóbúa ).

Útkoman eru þessar “gullslegnu” eggaldinsneiðar…sem mér tókst að klára á meðan ég setti inn þessa færslu.

Er reyndar með kjúkling í ofninum og sætar kartöflur…held að það verði víst bara að vera kvöldmaturinn á morgun!

Advertisements