Fátt toppar góða nautalund en þegar aðeins of mikið er keypt af henni og ákveðið að geyma restina til morguns…þá verður þessi núðluréttur oft til hér á heimilinu í einhverju formi.
Með papriku yfirleitt, oft með spínati, núðlum…fljótlegra en flest og hittir alltaf í mark.
Ég er pjöttuð með kjöt og finnst líka fátt leiðilegra en að setjast til borðs með seigan kjötbita þannig að ég sleppi því;)
Ég fer alltaf í Kjöthöllina og vel þann bita sem mér líst best á hverju sinni og hef aldrei lent í því að fá neitt þar nema það allra besta.
Paprika og laukur á pönnu með smá olíu og sjávarasalti….
Kjötið skorið smátt og einn flösku af þykkri teriyaki sósu hellt yfir.
Eins má vel nota sojasósu ef teriyaki sósa er ekki til – það er líka gott:)
Einn kaldur bjór opnaður ef vill….
Vatni skellt í pott og suðan látin koma upp fyrir núðlurnar…
Kjötið á pönnuna….
Einn poki af spínati skolaður og honum skellt með…