Súkkulaði-banana-kókos-sprengjur kvöldsins

Jamm… Þær líta kannski svipað út og “gulrótarkakan”um daginn-þessar í síðustu færslu, en eru alls ekki eins samt;) Báðar góðar – stundum er maður í stuði fyrir gulrætur og stundum fyrir súkkulaði. Þannig er það bara. Þessar urðu meira eins og kókoskúlur, nema bara í hollara lagi.

img_1808

Alls ekki nákvæm hlutföll – en nokkuð nærri.

Þetta hófst allt saman á 6 frekar mikið þroskuðum banönum.

Þeir fóru í matvinnsluvél og maukuðust. Síðan fór eitt og annað útí vélina:

img_1800

3 “scoop” (eins og eru oft í próteindufti!)…af súkkulaðipróteini.

3 kúfaðar matskeiðar hrákakó

3 kúfaðar matskeiðar möluð chia fræ (möluð finnst mér virka betur uppá áferðina)

10-12 kúfaðar matskeiðar ristað kókosmjöl

3-4 msk kókosolía – brædd (3-4 óbræddar og svo bræddar…þið fattið;)

1 teskeið vanilluduft

1 teskeið sjávarsalt

Allt maukað saman. Kælt örlítið svo þykkni.

Og síðan kúlað og velt upp úr enn meira kókosmjöli.

Ristuðu – að sjálfsögðu. Gefur mun meira bragð.

Hef ekki hugmynd um hversu margar – nokkrar voru búnar þegar myndataka átti sér stað. Tilvalið að skella í frystinn og eiga þar og grípa nokkrar út þegar þörf er á.

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s