Hörpuskel og avókadó með engifer og limesósu

Þetta er ágætis forréttur eða léttur hádegisverður.
Getur líka vel gengið á hlaðborð og er ekki verra kalt.

400 gr lítil hörpuskel ( má líka vera stór hörpuskel ).
1 lime ( safi og börkur )
Ferskur engifer-rifinn-c.a.1 msk
Þurrkað chilli ( 1-2 stk-eftir stærð/c.a.1 msk )-má skipta út fyrir smá cayenne pipar.
1/2 tsk sætt paprikuduft (sonnentor)
1 tsk maldonsalt

Smjör-50-60 gr. ( Hugsanlega meira-fer dálítið eftir því hversu mikill vökvi er eftir. Smjörið þykkir sósuna-þannig að þess meiri vökvi sem er eftir-þess meira smjör þarf )

Hörpuskelin er sett í skál ásamt restinni af hráefnunum-öllu nema smjörinu og avókadóinu.

Látið marinerast í 30-60 mín.

Sett á heita pönnu í 1-2 mínútur. Passa vel að ofelda hörpuskelina ekki.

Þá er hörpuskelin tekin af pönnunni en vökvinn látinn vera eftir.
Látið bullsjóða, þar til vökvamagnið hefur minnkað og ekki er meira en helmingurinn eftir. ( Má jafnvel vera minna eftir-sósan verður þá bara bragðmeiri )
Þá er slökkt undir pönnunni og látið kólna í svona….15 sekúndur.

Þá er kalt smjör sett samanvið og passað að hræra vel með þeytara.
Verður að passa að þeyta hratt, svo að smjörið skilji sig ekki – því þá þykknar ekki sósan.

Avókadóið skorið í bita – ágætt að hafa þá í svipaðri stærð og hörpudiskinn.

Öllu blandað saman – hörpuskel, avókadó og sósu.
Smá paprikudufti stráð yfir til skrauts.

Má bera fram á klettasalati eða eitt og sér með góðu brauði.

3 Comments Add yours

 1. Helga says:

  Sæl
  Frábær uppskrift,ferskt og sterkt á bragðið
  Það þarf að passa að hitinn á sósunni sé ekki of mikill þegar smjörið er sett útí,þá þykknar sósan hvernig sem þeytingin er,skemmtilegt blogg hjá þér

  Like

  1. Sigurveig says:

   Takk fyrir það:)
   Já-það er lykilatriði að sósan sé ekki of heit.
   Annars verður þetta bara vökvi með syndandi smjörbrák ofaná:)!
   Að öðru leyti alveg ótrúlega einfalt. Líka gott…og flott…að setja smá ferkan kóríander ofaná.

   Like

 2. Elsa says:

  Tessi er GEDVEIK!

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s