Grjónagrautur í gær – ris a la mande í dag

Þetta er grjónagrauturinn – svona finnst mér allavega að hann eigi að vera.
Ris a la mande uppskriftin kemur svo á morgun;)

Upphafið má rekja til gærdagsins.

Þá gerði ég hérna stóran pott af grjónagraut og lét það gott heita af eldamennsku það kvöldið.

Það voru allir á leið á leikinn (nema ég, sem kaus frekar að njóta kyrrðarinnar hér heima!), þannig að grjónagrautur var einhvern veginn málið.

Ég nota alltaf vanillu í grjónagraut. Þeir sem vilja, geta svo sett kanilsykur yfir – en hann er bestur svona finnst mér.

Set smá smjör í pott, næst grautargrjón. Síðan kemur rjómi og eitthvað af sykri, sem ég leyfi grjónunum að drekka almennilega í sig áður en ég fer að setja mjólkina útí. Hendi einni vanillustöng útí og leyfi þessu að malla á vægum hita í langan tíma. Hræri oft í pottinum þannig að ekki festist í botninn og set mjólkina eftir þörfum – ekki ósvipuð aðferð og ef ég væri að gera risotto.

Ég mældi nú ekki nákvæmlega….
Hálfur poki af grautargrjónum (250-300 grömm eða svo),
1 peli af rjóma, 1 og 1/2 líter tæpur af mjólk.
Ein vanillustöng og eitthvað af sykri (100 grömm? Eitthvað svoleiðis…ekki meira allavega).

Gerði dálítið mikið, enda planið að eiga smá afgang til að gera ris a la mande í kvöld.

Sem ég gerði – með frekar óvæntri sósu sem ég veit ekki alveg hvort ég á að segja ykkur frá.

Kannski á morgun – akkúrat núna er ég að hugsa um að fá mér skál af þessari dásemd sem er hérna fyrir framan mig!

Verði ykkur að góðu:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s