Er rétt að klára fiskinn minn á þessu að ömurlega kalda sumarkvöldi.
Skilst að þau eigi eftir að verða eitthvað aðeins fleiri, þannig að það er tilvalið að henda í eitthvað bragðmikið, þægilegt og gott. Flækjum ekki málið. Hellum okkur í uppskriftina.
1 kg langa eða annar góður fiskur
2 laukar
4 græn chilli
4 sellerístilkar
1 mangó (ekki verra að það sé pínu óþroskað, en skiptir svo sem engu máli)
1 dós kókosmjólk
1-2 tsk turmeric
salt og pipar
100-200 ml vatn
ólífuolía
Laukur,sellerí og chilli skorið smátt og sett á pönnu með smá ólífuolíu og sjávarsalti.
Látið krauma aðeins. Mangóið skorið smátt og bætt á pönnun ásamt kókosmjólk, vatni og kryddum.
Látið krauma undir loki í 10-15 mínútur, eða þar til mangóið og grænmetið er orðið lint.
Þá er fisknum bætt saman við, lokið sett á aftur og tilbúið þegar fiskurinn er til:)
Og hrísgrjón. Henda þeim í pott þarna einhvers staðar á leiðinni þannig að þau verði til á svipuðum tíma.
Verði ykkur að góðu!