Þorskur, spínat, turmerik….

Einfaldur, fljótlegur fiskréttur sem tekur enga stund að henda á pönnu og þarfnast sárafárra hráefni. Tilvalinn á degi sem virðist engan enda ætla að taka og það er engin leið að maður nenni inn í matvöruverslun – aðra en næstu fiskbúð.IMG_5354

Best að byrja á að skella kartöflum í pott.

Fara svo í fiskinn;)

Smátt saxaður laukur á pönnuna

Dós af kókosmjólk

3-4 msk turmerik-alveg kúfaðar

Hræra…nýmalaður pipar – svartur og hvítur – smá sjávarsalt

IMG_5333

Heill eða hálfur poki af spínati – þetta sem þú ætlaðir að setja í boost fyrir helgi en nenntir ekki að gera af því þú fannst súkkulaði…til dæmis…

IMG_5337

Hræra aðeins meira…

IMG_5339

Skera þorskinn í bita…sirka kíló…

IMG_5340Skella honum á pönnuna og snúa við eftir sirka mínútu..

IMG_5343

Lokið á pönnuna og hrista og hræra þar til þorskurinn er tilbúinn.

IMG_5346

Skera soðnar kartöflur í bita og henda

útá allt saman og kalla “matur”!

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s