Fljótlegur kjúklingaréttur með linsubaunum og turmerik

Svo við höldum nú aðeins áfram í túrmerik þemanu….IMG_5372

Á pönnuna fór:

1 laukur

1 lítill blaðlaukur

1 rauð paprika

3 meðalstórar gulrætur

….ögn af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti…

IMG_5355

Fljótlega duttu tvær smátt skornar kjúklingabringur útí.

Það voru 4 bringur í pakkanum sem mér fannst of mikið þannig að tvær duttu á pönnuna og tvær stungu af í frystinn;)

Á þessum punkti bættust við:

3 kúfaðar teskeiðar af turmerik

1 kúfuð teskeið af garam masala

Nýmalaður pipar – svartur og hvítur

Hrært og steikt og svo lækkað undir….

IMG_5360

 

Þar næst fór eftirfarandi á pönnuna:

1 dós kókosmjólk

1 teningur af kjúklingakrafti

5 matskeiðar af rauðum linsubaunum

sirka 100-150  ml af vatni

IMG_5363

Lokið á pönnuna – leyft að malla á vægum hita í sirka 10-15 mín eða þar til baunirnar eru soðnar í gegn.

Kíkt á pönnuna við og við og athugað hvort vanti meira vatn svo ekkert fari að brenna….

Borið fram með hrísgrjónum. Tilbúið. Einfalt og gott.

Kallað “matur” og svo bara….

Verði ykkur að góðu!:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s