Sítrónu/ hvítlauks/spínat risotto og lax lax lax…….

IMG_5999

Þetta hófst allt á risottinu – og marineringunni fyrir laxinn – auðvitað.

Rúmar 25 mínútur frá upphafi til enda eldamennsku – smá uppvask, en ekkert óviðráðanlegt.

IMG_5969

Safi úr 1 lime, væn sletta af góðri ólífuolíu, salt, hvítur pipar og malað chilli.

IMG_5976

Vænar smjörklípur yfir hvern bita og inn í ofn – 200-220 gráður og haldið áfram að “risottoast”…

IMG_5958

5 væn hvítlauksrif, ólífuolía og sjávarsalt….

Þangað til….

IMG_5962

….hvítlaukurinn var farinn að taka góðan lit og smjörið – sirka 50 gr – duttu á pönnuna….

IMG_5963

….hrísgrjónin útí strax á eftir smjörinu og þeim leyft að drekka í sig vökvann.

Í þetta sinn mældi ég magnið og það voru 300 gr af aborio grjónum sem fóru á pönnuna í þetta sinn.  Ég var með sirka 2 lítra af kjúklingakrafti tilbúinn á kantinum – vel heitan.

Risotto er einfalt – það þarf bara smá umhyggju og alúð.

Krafturinn þarf að fara útí jafnt og þétt og eftir þörfum og það er betra að hafa of mikinn kraft til taks en of lítinn. Það fóru sirka 1,5 líter í risottoið í þetta sinn en allt fer þetta eftir bæði hitastigi og aldri grjónanna.

Allavega!

Meðan þetta var að hafa sinn gang – jós ausu og ausu útí í einu eftir þörfum…

IMG_5977

…..var börkur af 2 vænum sítrónum rifinn gróft.

Gróft eða fínt – smekksatriði.

IMG_5980

Og bætt á pönnuna….

IMG_5983

2-300 gr af spínati skolað og….

IMG_5987

….bætt á pönnuna. Hræri hræri hræri – rólega rólega rólega – og alltaf passað að ausa passlega miklum krafti – eftir þörfum.

Loksins þegar spínatið var orðið stillt og farið að láta töluvert mikið minna fyrir sér fara var safa úr einni sítrónu bætt saman við. Ég ætlaði að nota safann úr 2, en þær voru svo svakalega safaríkar að ég lét safann úr 1 duga. Enn og aftur smekksatriði. Bara prófa og bæta við meira ef vill. Og ekki gleyma að salta ögn og smakka til.

IMG_5988

Og nýrifinn parmesan – sirka 100 gr. Gróft rifinn. Í stíl við sítrónuna.

Laxinn tilbúinn!

IMG_5991

IMG_5996

Sumir fjölskyldumeðlimir vildu bara risotto – laxinn var aðallega fyrir mig.

Er á einhverju laxatímabili núna…alveg…lax lax lax og aftur lax….

Hlýtur að vera veðrið!

Verði ykkur að góðu!:)

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s