Döðlur eru dálítið uppáhalds og kardimommur líka…þannig að úr varð þessi góði drykkur sem geymist vel í ísskáp. Einföld hráefni, fljótlegt og gott. Ég geri oft eina til tvær flöskur af einhverju góðu til að eiga í ísskápnum. Bæði finnst mér erfitt að finna eitthvað gott “morgunmatar-dót” og eins er frábært að eiga eitthvað gott til að “fá sér í glas”eftir langan dag.
Það sem fór í þennan var eftirfarandi:
20 döðlur (ég var með ferskar og tók steininn úr, en þurrkaðar virka alveg jafn vel)
Safi úr 2 appelsínum
2-3 tsk kardimommur – ekki þurrkaða stöffið í hillunum, heldur heilar kardimmomur malaðar. Það er mikill munur á bragði. Gott mortel eða pikka svörtu fræin úr – hvort sem virkar.
700-1000 ml ískalt vatn
Og allt sett í blender, í flösku og inn í ísskáp.
Hann verður aðeins þykkari með tímanum, þannig að bætið við meira vatni ef þarf.
Verði ykkur að góðu!:)