Rósmarín kjúklingur með sætum kartöflum og tzatziki

Þar sem ég sá fram á að vera í seinna lagi heim í matarundirbúninginn, þá ákvað ég að “forvinna” hann aðeins fyrr um daginn þannig að það eina sem ég þurfti að gera þegar ég kom heim var að stinga honum í ofninn.

Þetta má þess vegna gera kvöldið áður og þurfa þá ekkert að gera nema stinga matnum í ofninn þegar heim er komið.
Kjúklingurinn verður bara bragðmeiri af því að fá að marinerast yfir nótt.

Mér finnst alltaf betra að kaupa heilan kjúkling og setja í ofn en að kaupa bara bringur…
Það er einhvern veginn eitthvað eðlilegra við það.

Samkvæmt umbúðunum er líka ekki sprautað vatni, sykri og einhverjum E efnum sem ég man ekki hver eru í heilan kjúkling. Það er hins vegar í bringunum.

Ég “nuddaði” hann með ólívuolíu og sítrónu… ( þar til hann var orðinn alveg slakur )…

Kryddaði hann að innan og utan með maldonsalti og hvítum pipar.

Setti svo sítrónuna, hvítlaukinn og rósmaríngrein inn í hann.

Kjúklingurinn sem ég er með er um 1,2 kíló.

“Uppskrifitin” er einhvern veginn svona:

1 kjúklingur
1 sítróna
3 hvítlauksrif
1-2 rósmaríngreinar
Ólívuolía
Maldonsalt
Nýmalaður hvítur pipar

Hann fór svo inn í ofn á 180 gráður í að verða klukkutíma.

Ef þið eruð óörugg með hvort kjúklingurinn sé tilbúinn, þá er ráðið að stinga hann með löngum gaffli – eða prjón.
Ef vökvinn sem lekur út er glær – þá er hann tilbúinn…ef hann er rauður…þá beint inn í ofn aftur….

Með þessu hafði ég sætar kartöflur og lauk – sem ég setti í ofninn ásamt rósmarín og olívuolíu.
Ég skar sætu kartöflurnar í jafna bita og eins laukinn.
Setti saman í fat ásamt ólívuolíu, rósmarín og hvítlauk.

2 sætar kartöflur
2 laukar
5-6 hvítlauksrif – sett í heilu
2 rósmaríngreinar
Maldonsalt
Ólívuolía

Ég var líka með tzatziki

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s